Þaggaður skaði í Íslendingasögum
DOI:
https://doi.org/10.33112/gripla.31.8Útdráttur
Þrátt fyrir fjölda frásagna í íslendingasögunum af bardögum sem leiða til líkamlegra áverka og skerðinga, er það athyglisvert hversu þöglar íslendingasögurnar eru um afleiðingar áverkanna. Þá sjaldan sem slíkar afleiðingar eru nefndar er það í fáum orðum. Þrátt fyrir fá og stuttaraleg dæmi eru líkamlegar skerðingar og félagslegar afleiðingar þeirra á líf sögupersónanna þó áberandi sem og áhrif fötlunar á sæmd og heiður (áhrif á menningarlegt auðmagn í anda Bourdieu). Sættir og fébætur sem eiga að leiða til nýs jafnvægis í átt að aukinni sæmd til handa sögupersónunni koma ekki í staðinn fyrir áfallið og lífsreynsluna sem því fylgir. Segja má að áfallið sjálft sé á sífelldu undanhaldi eða á flótta undan frásögninni en endurspeglast um leið í þögninni sem styður framvindu sögunnar. Hér er því haldið fram að þögn íslendingasagnanna sé birtingarmynd hins persónulega áfalls. Þessu til rökstuðnings er þögnin rannsökuð með fjórum samhangandi fræðilegum aðferðum til að draga fram hina kerfisbundnu valþögli sagnanna. í anda fötlunarfræða eru sögurnar greindar út frá hugtakinu „frásagnarfræðilegur gervilimur“ (e. narrative prosthesis) sem Mitchell and Snyder settu fram árið 2003 auk kenninga Pierre Bourdieu um áföll og auðmagn.