Um tímaritið

Útgáfan

Skilafrestur á greinum er til 1. apríl ár hvert.

Gripla er skráð í Web of Science™ (Clarivate) og Scopus ((Elsevier) gagnagrunnana og er metin til hæstu stiga (15) innan matskerfis Háskóla Íslands.

Hér má finna nánari upplýsingar um skil greina og birtingarferlið, ásamt leiðbeiningum um frágang greina í Griplu.

Ritstjórar Griplu eru Margrét Eggertsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir.

Leiðbeiningar um skil og frágang greina

Gripla er ritrýnt tímarit sem kemur út í desember á hverju ári. Það er alþjóðlegur vettvangur  fyrir rannsóknir á sviði íslenskra og norrænna fræða, einkum handrita- og textafræða, bókmennta og þjóðfræða. Greinar skulu að jafnaði skrifaðar á íslensku en einnig eru birtar greinar á öðrum norrænum málum, ensku, þýsku og frönsku.

Greinum skal skilað fyrir 1. apríl á hverju ári til hugsanlegrar birtingar í hefti sem gefið er út í desember á sama ári.

Birtar eru:

  1. ritrýndar greinar og ritgerðir (7.000 til 12.000 orð að lengd)
  2. útgáfur á stuttum textum (lengd textans og inngangs samanlagt skal falla innan sömu marka og ritrýndra greina)
  3. stuttar fræðilegar athugasemdir (að jafnaði ekki lengri en 4.000 orð)

Tekið er við greinum úr öllum algengum ritvinnsluforritum (t.d. Word). Það er til þæginda að textinn sé sem einfaldastur í allri uppsetningu. Greininni skal fylgja heimildaskrá þar sem greint er á milli frumheimilda og fræðirita, handritaskrá, efnisorð og útdráttur á íslensku og ensku.

Við frágang tilvísana skal fylgja dæmunum hér fyrir neðan. Fleiri dæmi er að finna í nýlega útgefnum heftum af Griplu sem eru aðgengileg á https://gripla.arnastofnun.is. Geta skal heimilda neðanmáls en ekki tilvísunum í meginmáli.

Ef greinarhöfundur óskar eftir að birta myndir verður hann sjálfur að verða sér út um leyfi til þess og útvega þær í nógu góðri upplausn til að hægt sé að prenta þær (a.m.k. 300 dpi). Ritstjórar áskilja sér rétt til að skera úr um hvort myndbirting sé nauðsynleg vegna efnis greinarinnar.

Þegar skilafrestur greina er runnin út velja ritstjórar þær greinar sem sendar eru til yfirlestrar. Hver grein er lesin af tveimur ritrýnum sem ekki fá að vita nafn höfundar. Höfundur verður þess vegna að tryggja að nafn hans komi ekki fyrir í greininni eða tilvísunum þannig að ljóst sé hver hann er. Til þess að grein fáist birt í Griplu þurfa báðir yfirlesararnir að hafa dæmt hana hæfa til birtingar.

 

About Gripla

Gripla is a peer-reviewed journal published in December each year. It has an international reach and is dedicated to publishing research on topics within Icelandic and Old Norse studies, particularly in the fields of manuscript studies, textual criticism, literature and ethnography. The contents include articles, editions of short texts and brief notes and queries (the latter not peer-reviewed). Book reviews are not published, and translations only when they accompany editions of texts. The principal language of the journal is Icelandic but articles in another Scandinavian language, English, German or French are also accepted. Abstracts and keywords follow each article or edition. Each volume of Gripla also contains a list of manuscripts cited.

The deadline for submissions is 1 April each year.

Gripla is registred on the Web of Science™ (Clarivate) and Scopus (Elsevier).

Further information and instructions concerning submitting articles and the publication process can be found here in Icelandic and English.

Gripla is an Open Access publication. All volumes are available for download via www.timarit.is. Subscriptions are available by e-mail to orders@boksala.is (orders are processed by Bóksala stúdenta).

Editors: Margrét Eggertsdóttir and Þórunn Sigurðardóttir.

Instructions in Icelandic and English

Articles should be submitted in a conventional word-processing format (such as Word), with minimal stylistic text-formatting. Authors can choose between the two main reference systems outlined in the Chicago Manual of Style (17th rev. ed., University of Chicago Press, 2017), i.e. either the so-called Notes-Bibliography System or the Author-Date System (for examples, see below). A bibliography/list of references should accompany the article in either case. Please note that in the bibliography Icelandic authors should be listed alphabetically according to their first names.“