Si quis suadente og bannfæring á Íslandi á miðöldum
Útdráttur
Í greininni er fjallað um lagagreinina Si quis suadente í íslenskum miðaldaheimildum. Þessi lagagrein, canon, hljóðaði svo að hver sá sem ræðst á klerk „heiptugri hendi“ væri bannsettur af sjálfu verkinu, latae sententiae. Það þurfti ekki að veita viðvörun né heldur segja dóminn upphátt áður en hann féll (eins og áður var í kirkjulögum). Þessi lagagrein finnst í lögum og lagahandritum á íslandi frá 13. og 14. öld. Heimildirnar – lagabækur, kirkjuskipanir og eiðaformúlur – sýna fram á að lagagreinin Si quis suadente var þýdd á íslensku nokkrum sinnum á þessum tíma. Þótt formlega séð væri um „páfans bann“ að ræða var málum í reynd háttað þannig að biskup hafði mikið vald til að túlka greinina og framfylgja henni.