Kennileiti sjálfsmyndar
Miðaldaorðræðan um Aðalstein Englandskonung
Útdráttur
Aðalsteinn (Æþelstan) Englandskonungur (r. 924–939) kemur víða við sögu í norrænum fornritum og í Fagurskinnu og Heimskringlu segir frá því að hann hafi fóstrað Hákon, son Haralds konungs hárfagra. Þá kemur Aðalsteinn við Egils sögu Skallagrímssonar en þar segir frá orustunni við Vínheiði sem Aðalsteinn átti við Ólaf Skotakonung. Hér er vitnisburður hinna norrænu sagna borinn saman við aðrar heimildir um þennan Englandskonung. Aðalsteinn er nú talinn fyrsti Englandskonungurinn og hann gerði jafnframt tilkall til valda á öllum Bretlandseyjum. Orustan við Brunanburh festi í sessi orðstír Aðalsteins sem mikils herkonungs og nær endurómur hennar til Íslendingasagna sem ritaðar voru um 300 árum eftir lát Aðalsteins. Jafnframt fór orð af Aðalsteini sem kristilegumkonungi og endurspeglast sú mynd í norrænum fornritum þar sem segir að Hákon góði hafi verið undir áhrifum frá kristnum fóstra sínum. Á meginlandi Evrópufóru sögur af Aðalsteini sem fóstra konunga á meginlandinu og höfðu slíkar sögurum hann verið í umferð í ríflega tvær aldir áður en aðalsteinn skýtur upp kollinumí sögum um Noregs- og Danakonunga sem ritaðar voru á latínu. Sumt af því sem segir um hann þar er greinilega lærður tilbúningur en annað er efni sem ekki er að finna í eldri heimildum en verður hvorki sannað né afsannað. En Aðalsteinn var þekkt kennileiti sem hægt var að nota til að draga upp þá mynd af samfélagi 10. aldar sem hentaði sagnariturum Noregs- og Danakonunga.