The Canon Law of Emergency Baptism and of Marriage in Medieval Iceland and Europe

Höfundar

  • Anders Winroth Yale University Höfundur

Útdráttur

Í greininni er íslenskur kirkjuréttur varðandi skemmri skírn og hjónaband skoðaður og settur í samhengi við þróun lagagreina um sömu atriði í almennumkirkjurétti í Evrópu á miðöldum. Niðurstaða rannsóknarinnar er annars vegar sú, að kristinréttur Árna biskups Þorlákssonar frá 1275 endurspegli evrópskan kirkjurétt frá sama tíma. Á hinn bóginn er erfiðara að rekja nákvæmlega sambandiðmilli kristinna laga þáttar Grágásar – sem talin er vera rituð um 1123 – og laga kirkjunnar sunnar í Evrópu á 12. öld. Ólík lesbrigði handrita í þættinum má hins vegar skýra með því að skoða breytingar í evrópskum kirkjurétti. Greinin tekur að lokum til skoðunar dómsmál um hjónaband sem Jón Vilhjálmsson Hólabiskup úrskurðaði í árið 1429. Málið sýnir að eftir því sem næst verður komist dæmdi biskupinn ekki aðeins eftir íslenskum lögum heldur einnig evrópskum kanónískum rétti.

Niðurhal

Útgefið

2021-01-05

Tölublað

Kafli

Ritrýnt efni