Ritgerð um dauðasyndirnar sjö í íslenskri þýðingu
Útdráttur
Frá frumkristni hafa ‘dauðasyndirnar sjö’ verið afmarkaður flokkur lasta sem kaþólska kirkjan skilgreinir nú, á gömlum grunni, sem superbia, avaritia, luxuria, ira, gula, invidia og accidia. Varðveitt er ritgerðarþýðing um þessar höfuðsyndir í tveimur gömlum handritum, AM 672 4to og AM 624 4to, og eru þessar gerðir
náskyldar þótt ekki verði séð að önnur byggi á hinni. Hér er ritgerðarþýðingin gefin út og einkum byggt á AM 624 4to, enda texti þess fyllri en AM 672 4to. Lesbrigði eru birt neðanmáls og leiðrétt eftir AM 672 4to, þegar nauðsynlegt þykir.