An Old Norse Homily and Two Homiletic Fragments from AM 624 4to

  • Stephen Pelle Dictionary of Old English, Robarts Library
Keywords: Homiletics

Abstract

Í þessari grein er að finna útgáfur og stuttar greiningar á þremur áður óútgefnum hómilíum sem eru varðveittar í AM 624 4to (u.þ.b. 1500): (1) hómilía um boðun Maríu, sem er að hluta til einnig að finna í AM 655 XXVII 4to (u.þ.b. 1300); (2) brot úr hómilíu um tjaldbúð Móses; (3) brot úr hómilíu um hvernig rétt er að halda Lönguföstu. Hómilían um boðun Maríu var afrituð af Jóni Þorvaldssyni, sem var abóti á Þingeyraklaustri frá árinu 1500 til dauðadags árið 1514. Brotin tvö voru afrituð af öðrum, óþekktum skrifara. Sú gerð hómilíunnar um boðun Maríu sem er að finna í AM 624 4to er mikilvæg vegna þess að þar er hún varðveitt sem ein heild: rúmlega þriðjung hennar vantar í eldra handritinu. Fyrra brotinu gæti hafa verið ætlað að fylgja hinni frægu ‘Stafkirkju-’ hómilíu; hitt var væntanlega ætlað sem texti fyrir Öskudaginn eða fyrsta sunnudag í Lönguföstu.

Published
2021-06-08
Section
Peer-Reviewed