Scholars and Skalds

The Northwards Diffusion of Carolingian Poetic Fashions

  • Russell Poole Distinguished University Professor, emeritus, The University of Western Ontario Honorary Research Fellow, Massey University
Keywords: titulus, vikings

Abstract

Grein þessi leiðir saman tvenn rök fyrir mögulegum áhrifum ljóðlistar Karlunga frá því seint á áttundu öld og þeirri níundu, á hinar fyrstu dróttkvæðu vísur eða fyrirrennara þeirra. Í fyrsta lagi voru þær ljóðagerðir sem kallaðar eru myndskýringar (ekphrasis) og áletranir (titulus) – tvær skyldar tegundir ljóðlistar sem lýsa hinu sjónræna með orðum – algengar við hirð Karlunga á því tímabili sem er til skoðunar, og myndskýringar finnst einnig í kvæðum eftir fyrstu skáldin sem heimildir eru um, þ.e. Braga Boddason og Þjóðólf úr Hvini. Margaret Clunies Ross og Signe Horn Fuglesang hafa nýlega fært rök fyrir Karlungaáhrifum af þeim toga á norrænu skáldin. Á hinn bóginn finnst sú stílgerð sem kallast orðklofning (tmesis) í skáldskap Karlunga á sama tíma og í dróttkvæðum frá tíma Braga og Þjóðólfs; Frederic Amory hefur leitt líkur að Karlungaáhrifum á þennan þátt í samningu dróttkvæða. Í þessari grein er bætt við framlag áðurnefndra fræðimanna með því að sýna fram á að samskipti milli Karlunga og Dana voru nógu mikil til að mögulegt hafi verið að bókmenntaleg áhrif hafi orðið frá þeim fyrri á þá síðarnefndu.

Því eru myndskýringar, áletranir og orðklofning hér könnuð sameiginlega sem mögulegar vísbendingar um áhrif, og einnig er gefið ýtarlegra yfirlit yfir þessi stílbrögð bæði í dróttkvæðum og ljóðum, sem samin voru við hirð Karlunga.

Published
2021-06-16
Section
Peer-Reviewed