Konsten att läsa sagor
Om tolkningen av trosskiftets betydelse i Njáls saga
Útdráttur
Í þessari grein er fjallað um túlkun trúar- og siðferðisboðskapar í Íslendingasögum og hvort hans gæti þar. Ljóst er að höfundar sagnanna voru börn síns tíma í gildismati og trúmálum og að þeir voru undir áhrifum uppbyggilegra trúarbókmennta sem ætlað var að miðla siðferðisboðskap. En að hvaða marki er eðlilegt að lesa Íslendingsögur líkt og þær væru byggðar utan um trúar- og siðferðisboðskap? Að hvaða marki er eðlilegt að líta svo á að bygging sagnanna ráðist af þörf til að varpa ljósi á trúar- og siðferðileg átök og hugsjónir? Að hvaða marki ber að skoða persónur sagnanna og gjörðir þeirra sem dæmi í anda uppbyggilegra trúarbókmennta? Í greininni er gengið út frá umræðunni um siðferði i Njálu og hvaða hlutverki trúskiptin gegna fyrir byggingu, boðskap og heildarhugmynd sögunnar. Rannsóknin leiðir til þeirrar niðurstöðu að einstökum sögum sé ekki ætlað að hafa trúar- eða siðferðislegt hlutverk að hætti dæmisagna og að persónur og gjörðir þeirra eigi ekki að túlka í anda uppbyggilegra trúarbókmennta. Þess í stað stjórnist bygging, atburðarás, persónusköpun og gildismat sagnanna af hefð Íslendingasagnanna sjálfra.