Margétar Saga II
Útdráttur
Heilög Margrét af Antíokkíu var mjög ástsæll dýrlingur á miðöldum og saga hennar virðist hafa verið í hópi vinsælustu helgisagna á Íslandi ef marka má fjölda varðveittra handrita. Engin önnur helgisaga hefur geymst í jafnmörgum handritum frá tímabilinu um og eftir siðbreytingu en margar þessara bóka eru í afar smáu broti og virðast hafa tengst barnsfæðingum. Þrjár gerðir sögu heilagrar Margrétar hafa varðveist, runnar frá a.m.k. tveimur þýðingum úr latínu. Einungis ein þessara gerða hefur áður verið gefin út. Greinin fjallar um þá ger sögunnar sem varðveitt er í handritunum AM 428a 12mo og AM 429 12mo, þ.e. Margrétar sögu II. Að auki er bútur úr þessari gerð í AM 433c 12mo sem að öðru leyti geymir texta Margrétar sögu I. Texti 428a 12mo og AM 433c 12mo er prentaður hér stafréttur en auk þess er texti AM 428 12mo birtur samræmdur, blandaður lesháttum úr AM 429 12mo en saman gefa þessi tvö handrit nokkuð nákvæma hugmynd um latneska frumtextann.