The fantastic in Íslendinga þættir, with special emphasis on Þorsteins Þáttr Forvitna
Útdráttur
Þorsteins þáttur forvitna er einn þeirra þátta þar sem hetjan brýtur gegn banni konungs og er dæmd til að takast á við erfitt verkefni með hjálp frá helgum aðstoðarmanni. Sagan líkist að mörgu leyti ævintýri, almennt frásagnarmynstur er hið sama og þar eru einnig nokkur atriði sem yfirleitt koma ekki fyrir í Íslendinga þáttum. Það þarfnast því skýringar að slík frásögn skuli vera tengd við nafn Haralds Sigurðarsonar og sé að finna meðal frásagna í sögu hans í Flateyjarbók. Í ljós kemur að sagan gæti vísað til annars atburðar í sagnahefðinni sem tengist Haraldi, þ.e. sagnar sem lýsir bardaga Haralds við dreka. Í norrænni frásagnarhefð má finna sannanir bæði fyrir því að þessi sögn naut vinsælda og að menn efuðust um sannleiksgildi hennar. Margt bendir til þess að Þorsteins þáttur forvitna í Flateyjarbók gegni því hlutverki að staðfesta þátttöku Haralds í þessum yfirnáttúrulega atburði.