Hearing voices: Uncanny moments in the Íslendingasögur
Útdráttur
Í greininni er fjallað um flutning dróttkvæða í tengslum við hið óhugnanlega og framandi í Íslendingasögunum. Dregin eru fram atriði í rammatextunum í óbundnu máli (sá sem talar er ósýnilegur, ólíkamlegur eða ekki mannlegur) og í vísunum sjálfum (hljómræn mynstur) sem eiga þátt í að skapa óhugnanlega stemningu. Með því að vísa til frásagna um Mímis höfuð er leitt líkum að því að þessi óhugnanlega sviðsetning hafi verið aðferð sem sagnaritarar notfærðu sér til að draga fram misræmi milli hins munnlega og skriflega á Íslandi síðmiðalda, við menningarlegar aðstæður þar sem flutningur dróttkvæða var í samkeppni við ritun bóka og upplestur sem miðlun texta, samningu þeirra og út breiðslu.