Reading for Saga authorship. A character based approach.

Höfundar

  • Kári Gíslason Höfundur

Útdráttur

Höfundur lýsir í þessari grein hvernig vinnulagi þeirra manna sem settu saman Íslendinga sögur er háttað og athugar hvort kalla megi þá höfunda í nútíma skilningi. Hann sýnir fram á með dæmum hvernig hugmyndir þeirra og lífs- og söguleg sýn birtast í sjálfum verkunum um leið og hann ræðir viðhorf bókmenntafræðinga nútímans, eins og t.d. Rolands Barthes og Michels Foucault til höfunda og lesenda og ber saman við hugmyndir þær sem koma fram í íslenskum miðaldabókmenntum.

Niðurhal

Útgefið

2021-06-25

Tölublað

Kafli

Peer-Reviewed