Kristni Saga and medieval conversion history

  • Siân Gronlie
Keywords: Kristni Saga, Kristnitaka

Abstract

Það hefur verið vandi þeirra fræðimanna sem hafa viljað gera sem gleggsta grein fyrir kristnitökunni hve ritaðar heimildir um hana eru seint skráðar. Íslendingabók hefur yfirleitt verið talin áreiðanleg heimild svo langt sem hún nær en heimildir sem seinna eru ritaðar  hafa ekki að geyma eins áreiðanlegt efni þar sem um er að ræða jarteinir, helgi- og dæmisögur. Í rannsóknum sagnfræðinga fyrr gætti þess að þeir fjölluðu um þessar síðari tíma frásagnir vegna þess að þær voru fyllri , en sagnfræðingar nú dögum hafa yfirleitt notað þær með varúð og þá annaðhvort skilið jarteinir jarðneksum skilningi eða sleppt þeim algjörlega. En af þessum síðari tíma heimildum er Kristni saga þó allrar athygli verð.  Hún hefur þó oft verið flokkuð með Ólafs sögu Tryggvasonar hinni mestu og talin til ógagnrýnnar helgisagnaritunar, en tengsl hennar við Landnámabók benda þó til að hún hafi verið ætluð sem einn hluti af sögulegri frásögn. Þetta styrkist af því hvernig sagan styðst við ákveðið tímatal og sýnir nákvæmar ættfærslur og staðfræði; Kristni saga notar enn fremur jarteinir með varúð og er laus við siðfræðilegar eða dæmisagnakenndar útleggingar og þar með pólitíska og lagalega túlkun slíkra heimilda. Hér eru færð rök fyrir því að Kristni saga hafi verið tilraun til að túlka kristnitökuna út frá þeirri sagnahefð sem tíðkaðist um miðja 13.öld.

Published
2021-06-30
Section
Peer-Reviewed