Þórr's travel companion in Hymiskviða

  • Marteinn H. Sigurðsson
Keywords: Aesir

Abstract

Grein þessi fjallar um hvernig skilja beri týr í Hymiskviðu 4 og 33. Orðið er þar álitið sérnafn, enda hefur lágstafaða t-i handritanna verið breytt í hástaf samkvæmt því í útgáfum. 'týr' sá sem kallar Hymi föður sinn í 4.-5. erindi og sem síðar gerist förunautur Þórs er því talinn vera hinn einhendi áss og bardagaguð er nefnist Týr í Snorra Eddu og Lokasennu og hið sama á við 'tý' þann sem reynir tvisvar að lyfta katli Hymis í 33. erindi áður en Þór tekst að gera svo. Í greinnini er bent á ýmis vanvkvæði á þessum skilningi orðsins 'týr' í hinni vanalegu og uuphaflegu merkingu 'goð, áss' eigi miklu betur við í báðum erindum , en fleirtölumyndin tívar er raunar notað um goðin eða æsi almennt í 1. og 4. erindi kviðunnar eins og víða í euddkvæðum. Niðurstaðan er sú að týr sé einungis notað sem samnafn í kviðunni og að eintölu myndin eigi við Loka í 4. erindi og Þór eða Loka í 33. erindi.

Published
2021-06-30
Section
Peer-Reviewed