The past as guest

Mortal men, kings men, and four gestir in Flateyjabók

Höfundar

  • Merill Kaplan Höfundur

Útdráttur

Í fjórum frásögnum Flateyjarbókar kemur fulltrúi fortíðarinnar sem gestur til hirðar Noregskonungs. Sagt er frá dularfullum gömlum manni sem þar er ókunnur og gestkomandi og ber reyndar nafnið Gestr. Athyglisverð er notkun orðsins/nafnsins gestr í þessum frásögnum. Fram kemur að samjöfnun fortíðarinnar við gestinn hvílir á traustum skilningi á hugtakinu og merkingarsviði orðsins gestr. Í þessari grein er gerð tilraun til að varpa lögfræðilegu ljósi á merkingarsvið orðsins með því að kanna hvernig hugtakið/orðið kemur fyrir í fornum lagatextum, hvernig farið er með gesti í erfðabálkum laganna og hvernig hlutverki þeirra er lýst við hirð konunga. Höfundur þessarar greinar gerir sér vonir um að sýna fram á gagnsemi rannsóknar á merkingarsviði orðsins gestr og hvernig hugsun um fortíðina hvílir á flókinni merkingu þess.

Niðurhal

Útgefið

2021-07-01

Tölublað

Kafli

Peer-Reviewed