Interpretation or over-interpretation the dating of two Íslendingasögur

  • Alison Finley

Abstract

Bjarni Guðnason hefur á undanförnum árum tekið hugmyndir um aldur Heiðarvíga sögu og Bjarnar sögu Hítdælakappa til endurskoðunar. Þessar sögur hafa yfirleitt verið taldar með elstu Íslendingasögum en Bjarni færir rök fyrir því að þær hafi fremur verið skrifaðar í lok 13. aldar en í byrjun hennar. Hann bendir á að báðar sæki þær efni til annarra texta og jafnframt að Heiðarvíga saga sé merkt hugmyndum sem hæst bar í lok aldarinnar. Í greininni er hugmyndum Bjarna andmælt um leið og rifjaðar eru upp fyrri tilraunir til afstæðrar aldursgreiningar á Íslendingasagna.

Önrólfur Thorsson hefur haldið því sjónarmiði á loft að hugmyndir um aldur sagnanna ættu að taka meira mið af aldri þeirra handrita sem þær varðveita , en þau rök hafa litla þýðingu fyrir sögur eins og Heiðarvíga sögu og Bjarnar sögu þar sem þær eru einvörðungu varðveittar í handritum frá síðari öldum. Fræðimenn af íslenska skólanum studdust einkum við athuganir á rittenglsum í sínum aldursgreiningum sem stangaðist mjög á við þá áherslu sem þessir fræðimenn lögðu á þátt hins skapandi einstaklings í tilurð sagnanna - en hvort tveggja viðhorfið gerir of lítið úr þætti munnlegrar sagnahefðar. Að áliti Bjarna er Bjarnar saga að mestu samsett úr vísunum í aðrar sögur.  En hefðbundin minni eins og sverðslánið í Bjarnar sögu og eggjun móðurinnar í Heiðvígar sögu, sem Bjarni telur bæði fengin að láni úr Laxdæla sögu, benda fremur til þess að munnleg hefð búð að baki sögunum; og sú staðreynd að frásagnir í Bjarna sögu virðast runnar úr mörgum ólíkum áttum styðja þá tilgátu. Bjarni kembir báðar sögurnar í leit að rittengslum sem hann finnir einkum í mannanöfnum, en árangurinn er ekki sannfærandi að mati greinarhöfundar. Rittenglsunum er ætlað renna stoðum undir þá túlkun Bjarna að í Heiðvígarsögu felist kristileg gagnrýni á ribbaldarsiðferði Sturlungaaldar, en slík gagnrýni ætti allt eins vel við þótt sagan væri talin rituð fyrr. Í greinnni er því sýnt fram á annmarka hefðbundinna aðferða við aldursgreiningu , en jafnframt bent á að frekari rannsókna sé þörf , einkum á þvi hvernig tengslum sagnanna við hina munnlegu frásagnarhefð er háttað.

 

Published
2021-07-05
Section
Peer-Reviewed