Fornaldarsögur and Flateyjarbók

Höfundar

  • Elizabeth Ashman Rowe Höfundur

Útdráttur

Fundinn Noregur, Helga þáttur Þórissonar, Hversu Noregur byggðist, Norna-Gests þáttur, Sörla þáttur og Tóka þáttur Tókasonar eru allt frásagnir í Flateyjarbók (GKS 1005 fol) og voru lengi taldar með fornaldarsögum en síðastliðinn áratug hafa verið bornar brigður á þá flokkun nema hvað Sörla þátt varðar. I greininni er því haldið fram að sá þáttur eigi ekki heldur heima innan bókmenntategundarinnar, hann sé, eins og Norna-Gests þáttur og Tóka þáttur, lærð stæling fremur en ósvikin fornaldarsaga. Þessi niðurstaða vekur upp spurningar um hvernig bókmenntategundir séu afmarkaðar og hvaða máli það skipti þegar kemur að því að skýra efnissamsetningu safnhandrita. Formgerð er eitt af því sem segir fyrir um bókmenntategund en ef einblínt er á hana getur mönnum sést yfir það þegar textar af ólfkum tegundum eru efnislega tengdir saman innan eins og sama handrits (t.d. Sórla þáttur og Þorsteins þáttur uxafóts og Norna-Gests þáttur og Helga þáttur Þórissonar). Þegar skoðað er hvernig tiltekinn texti er felldur inn í stærra verk er ekki nóg að athuga hvernig hann er sniðinn að samhenginu heldur einnig hvernig hann tengist öðrum textum sem eru á sama hátt felldir inn í hina stærri heild, óháð því hverrar tegundar þeir eru. Áhersla á formgerðina getur einnig gengið gegn þeim vísbendingum um tegund sem felast í efni og umgjörð textans, eins og þegar Þorsteins þætti uxafóts er líkt við fornaldarsögu og Þorsteins þætti bæjarmagns við riddarasögu. Þessi dæmi virðast fremur bera vott um bókmenntategundir sem eru í þróun: Þorsteins þáttur uxafóts er þannig nýtt afbrigði af þætti, þar sem frásögn af trúskiptum er þanin út svo hún rúmar alla ævi söguhetjunnar; Þorsteins þáttur bæjarmagns er hins vegar nýtt afbrigði af fornaldarsögu sem sameinar efni sem við könnumst við úr Olafsþáttum, annars vegar samskipti kristins hirðmanns við heiðið samfélag, og hins vegar formgerð þýddra riddarasagna. Að öllu samanlógðu virðist sem við flokkun í bókmenntategundir verði að meta hvern texta fyrir sig, og jafnvel birtingarmynd hans í hverju handriti fyrir sig.

Niðurhal

Útgefið

2021-07-05

Tölublað

Kafli

Peer-Reviewed