La mort édifiante de Charlemagne

  • Hél`ene Tétrel
Keywords: Charlemagne

Abstract

Frá andláti Karlamagnúsar er aðeins greint í Karlamagnús sögu, norrænni samsteypu frá 14. öld, en á dauða hans er ekki minnst í frönsku kappakvæðunum sem um keisarann fjalla. Frá sjónarhóli franskra miðaldabókmennta er það því mikilvægt að kanna hvaðan sögnin um dauða Karlamagnúsar er upprunnin. I þessari grein verður athyglinni beint að þeim handritum sem geyma þennan part frásögunnar um keisarann, en saga þeirra er mun flóknari en kemur fram í útgáfum sögunnar. Frásögnin sem um ræðir myndar tíunda part samsteypunnar og er ærið sundurleit; hún er dregin saman úr ýmsum áttum, einkum þó brotum úr helgisögum og dæmisögum. Höfundur er þeirrar skoðunar að þessir ólíku textar myndi eina pólitíska og siðferðilega heild, enda þótt þeir hafi ekki verið tengdir saman upphaflega. Um uppruna þeirra er hér rækilega fjallað og loks er því velt upp hvaða ályktanir megi draga af hinni sundurleitu frásögn sögunnar um dauða keisarans.

Published
2021-07-05
Section
Peer-Reviewed