Sögnin Moga í rúnaristu frá Björgvin

Höfundar

  • Ólafur Halldórsson Höfundur

Útdráttur

Í þessari samantekt er stuðst við greinarkorn sem ég skrifaði í lítið vélritað hefti: Bríarí á sextugsafmæli Halldórs Halldórssonar 13. júlí 1971. Þar fjallaði ég um rúnavísu þá sem hér er vikið að og setti fram þá sömu túlkun á síðari helmingi hennar og í þessu spjalli. Bríarí er aðeins til í því eina eintaki sem Halldóri Halldórssyni var afhent á afmælisdaginn, en höfundar þeirra greina sem birtust í því munu þó eiga ljósrit af þeim. Að öðru leyti hef ég ekki haldið þessari skýringu minni á vísunni á lofti, og þar af leiðandi er engin von til þess að aðrir hafi vitað um hana en þeir sem stóðu að Bríaríi og viðtakandi þess kvers. En þar sem ég er sannfærður um að ég hafi hitt á rétta ráðningu téðs vísuhelmings sé ég enga ástæðu til að halda henni lengur í einangrun sem þegar er orðin of löng.

Niðurhal

Útgefið

2021-07-05

Tölublað

Kafli

Peer-Reviewed