On translating sagas

Höfundar

  • Robert Cook Höfundur

Útdráttur

Umræður um það hvernig þýða skuli Islendingasögur á ensku hafa að miklu leyti snúist um orðaforða (hvort velja skuli fornleg orð af germönskum stofni eða orð sem töm eru nútímafólki), en óðrum atriðum sem koma til álita við nákvæmar þýðingar hefur að sama skapi verið lítill gaumur gefínn. I þessari grein eru bornar saman þær fjórar þýðingar á Njáls sögu sem út hafa komið á ensku (Dasent 1861, Bayerschmidt og Hollander 1955, Hermann Pálsson og Magnus Magnusson 1960, Cook 2001) og þær notaðar til þess að ræða — auk orðaforðans — álitamál eins og samræmingu í orðalagi, orðaröð, sögulega nútíð, setningargerðina ok - ok- ok -ok, hæpna notkun lýsingarháttar nútíðar í nútímaensku, skipti úr óbeinni ræðu í beina, úrdrátt og stíleinkenni sem snúast um málhljóð, s.s. stuðlun og epifóru. Greinin segir fyrir um þann þýðingarstíl sem höfundur álítur við hæfi lesenda á öndverðri 21. öld.

Niðurhal

Útgefið

2021-07-07

Tölublað

Kafli

Peer-Reviewed