Stefanus saga in Reykhólabók

  • Marianne E. Kalinke
Keywords: Hagiography, Medieval Hagiography, Homilies

Abstract

Sagan af Stefáni frumvotti er varðveitt í nokkrum íslenskum miðaldahandritum. í Hómilíubókinni (Sth. perg. 15 4to) frá um 1200 er hluti sögunnar varðveittur, einnig í þremur handritsbrotum frá 13. öld. Aðalhandrit sögunnar eru Sth. perg. 2 fol. frá fyrri hluta 15. aldar, AM 661 4to og Reykjahólabók (Sth. perg. 3 fol.) frá fyrri hluta 16. aldar. Textum þessara handrita ber ekki saman og leggur höfundur áherslu á að rannsaka tengsl sögunnar í Reykjahólabók við hinar gerðir hennar og sýnir fram á að Björn Þorleifsson, skrifari hennar, hefur unnið á sjálfstæðan hátt úr efnivið sínum. Hann hefur stuðst við eldri, íslenskar gerðir sögunnar sem og lágþýska gerð er hann sumpart þýddi.

Published
2021-07-16
Section
Peer-Reviewed