Hrafns saga Sveinbjarnarsonar and Sturlunga Saga

On the working method of the compilator of Sturlunga saga when including Hrafns saga in his anthology

Höfundar

  • Guðrún P. Helgadóttir Höfundur

Útdráttur

Greinarhöfundur sýnir með dæmum mismun á texta Hrafns sögu, annars vegar eins og hún er tekin upp í Sturlungu og hins vegar Hrafns sögu hinnar sérstöku. Helstu niðurstöður eru: í sumum tilvikum virðist mega rekja fyllri texta Hrafns sögu í Sturlungu til viðbóta sem safnandi hefur gert til þess að aðlaga efni úr Hrafns sögu öðru efni í Sturlungusafninu. í öðrum tilvikum sýnist mega ráða af fyllri lesháttum í Sturlungu að til hafi verið eldri gerð sérstakrar Hrafns sögu, sem ekki hafi að öllu verið eins og þær gerðir sem nú þekkjast. Þessi eldri gerð hefur líklega haft fyllri texta en þann sem safnandi Sturlungu notaði, en safnandi virðist sjaldnast lengja textann efnislega heldur þvert á móti stytta hann. Hugsanlegt er að einn milliliður hafi verið milli þessarar ætluðu eldri gerðar Hrafns sögu og A- og B-gerða sem til eru af sögunni. Safnandi Sturlungu virðist stytta eða fella brott atriði sem varða einkalíf Hrafns, ennfremur frásagnir af yfirnáttúrulegum atburðum og guðrækilegar klausur og hann virðist reyna að hnitmiða frásögnina og leggja yfirleitt áherslu á hlutleysi og kynni að því leyti að fylgja fordæmi Islendinga sögu Sturlu Pórðarsonar. Athugun greinarhöfundar leiddi í ljós að ekki er mikill munur á Hrafns sögu texta í Sturlungu og Hrafns sögu hinni sérstöku nema að því er varðar styttingar sem safnandi Sturlungu hefur sjálfur gert eða hafa verið fyrir í þeim texta sem hann notaði.

Niðurhal

Útgefið

2021-07-19

Tölublað

Kafli

Peer-Reviewed