Dronning Aslaug i Island

Fra historie til sagn - en mentalitetshistorisk analyse

  • Ólafía Einarsdóttir

Abstract

1. Ragnar loðbrók átti með norskri konu, Áslaugu, fjóra syni, sem allir urðu konungar og ýmsir Islendingar töldu sig komna frá þeim. Frami þeirra hafði áhrif á hugmyndir manna um móðurina. Höfundur hefur í Griplu 7 bent á að hliðstæða Áslaugar er Ragnhildur frá Hringaríki, móðir Haralds hárfagra. Áslaug féll af þessu fólki best að hugmyndum íslendinga, því að hún líkist kvenímynd þeirra.

2. Hin unga íslenska Ragnars saga loðbrókar er framhald af Völsunga sögu, og þar var Áslaug talin dóttir Sigurðar Fáfnisbana og Brynhildar Buðladóttur. Ragnar loðbrók og Áslaug voru bæði sannsögulegar persónur. í Noregi lifðu sagnir um hana á 17. öld, og á vestur-norrænu málsvæði eru sagnir um hana allt frá því á 12. öld. Á íslandi verður Áslaug að ímynd húsfreyju á höfðingjasetri og Ragnar loðbrók smám saman aðeins maður hennar.I æsku vissi enginn ætt hennar og hún kallaðist þá Kráka, en Áslaug eða Randalín eftir að hún varð drottning. Elstu heimildir um hana eru í kvæðinu Krákumálum frá 12. öld. Þar er einnig talað um fyrri konu Ragnars loðbrókar, Þóru. Um báðar konur hans er talað í Skjöldunga sögu frá því um 1200 og í Ragnarssona þætti og heimildir um að Sigurður Fáfnisbani hafi verið talinn faðir Aslaugar má rekja til upphafs 12. aldar. Móðir Áslaugar var talin vera Brynhildur Buðladóttir og kom hún undir á fyrsta fundi Ragnars og Brynhildar á Hindarfjalli. í Skjöldunga sögu er meira sagt frá Þóru en Aslaugu, en Randalín Filipusardóttir í Odda um 1230 sýnir að sögn um hana hefur þá verið vel þekkt.

3.1 Ragnarssona þætti í Hauksbók er sagt frá falli sona Ragnars og Þóru. Áslaug og synir hennar fara til Svíþjóðar og hefna grimmilega og mikið er gert úr skjaldmeyjarímynd hennar. Móðir Randalínar Filippusardóttur var ömmusystir Hauks Erlendssonar, svo að honum var efnið kunnugt. f færeyska danskvæðinu Ragnars táttur er talað um Randasól, en það nafn og Randalín koma ella vart fyrir. Nærtæk skýring virðist vera að orðið sé komið af Randa-Hlín, sem hafi upphaflega verið kenning. I Skáldatali er Áslaug nefnd meðal skálda og í þættinum eru vísur eignaðar henni. I Ragnars sögu er hún alltaf kölluð Randalín eftir Svíþjóðarförina, og styrkir það hugmynd höfundar að nafnið sé tilkomið vegna þess að hún var skjaldmær. Mörgum hefur þótt líklegt að Skjöldunga saga sé samin í Odda enda töldu Oddaverjar sig komna af Skjöldungum eins og fleira stórmenni á íslandi. Haraldur hilditönn var seinasti danski kóngurinn af þeirri ætt, en hann féll fyrir Sigurði föður Ragnars.

4. Á 14. öld voru sagnir um Ragnar og Aslaugu orðnar að þætti í þjóðarsögu íslendinga áður en þeir fluttust til íslands. í íslendingabók er upphaf byggðar miðað við árið er ívar sonur Ragnars loðbrókar lét drepa Eadmund helga og þar rekur Ari ætt sína til hans, en í Islendingabók eldri var sagt frá Danakonungum. Islenska bændasamfélagið hefur aðlagað Áslaugu að smekk sínum og lfkist hún húsfreyjum á íslenskum stórbýlum. Hún verður að stjórna öllu meðan Ragnar er burtu og líkist að því leyti Freyju, en Óttar maður hennar var löngum að heiman. Athyglisvert er að sagan af móðerni Áslaugar verður inngangur að sögu Ragnars. Þessir skálduðu ættliðir hafa örugglega verið taldir trúverðugir. Loks er aftur bent á líkingu Áslaugar við Ragnhildi Sigurðardóttur, en eftir að þær eru orðnar drottningar eru þær báðar tengdar við höfðingjaættir.

Published
2021-07-20
Section
Peer-Reviewed