The hand of revision: Abbot Arngrímr's redaction of Guðmundar saga Biskups
Útdráttur
Þegar Arngrímur Brandsson ábóti samdi sögu sína af Guðmundi biskupi Arasyni um miðja 14. öld var hann að semja helgirit og var tilgangur þess að styrkja að því að Guðmundur yrði tekinn í tölu heilagra. Túlkar greinarhöfundur svo að helsta fyrirmynd Guðmundar sögu Amgríms hafi verið saga Tómasar erkibiskups af Kantaraborg (d. 1170) og Guðmundur góði Arason komi fram sem nýr Tómas og aðalandstæðingar hans, Kolbeinn Tumason og Sighvatur Sturluson, samsvari Henriki II Englandskonungi, erkióvini Tómasar. Eins og Henrik II réð Kolbeinn biskupskjöri og hugðust báðir stjórna málefnum kirkjunnar með tilstyrk skjólstæðinga sinna. Sundurþykki varð brátt milli Kolbeins og Guðmundar biskups og í Víðinesbardaga (1208) særðist Kolbeinn en náði prestsfundi og dó sáttur við kirkjuna. Annar meginandstæðingur Guðmundar biskups var Sighvatur Sturluson og fegrar Arngrímur ekki samskipti hans við Guðmund biskup. f greininni er það talið gagnstætt kirkjulögum að Sturla tók lausn fyrir sig og Sighvat, föður sinn. Þótt Arngrímur væri að semja helgisögu áleit hann sig bundinn af sagnfræði Islendinga sögu Sturlu Þórðarsonar. I ritgerðinni eru margar tilvísanir í rit um Guðmund Arason og þróun málefna kirkjunnar á þessum tímum.