Sektir Jónsbókar

Höfundar

  • Bent Chr. Jacobsen Höfundur

Útdráttur

Snemma voru gerðir ýmsir útdrættir úr Jónsbók til að auðvelda mönnum notkun hins mikla lagaverks. Einkum má nefna svonefnt Saktal Jónsbókar, en það er útdráttur sem beinist að afbrotum og refsingum fyrir þær. Sektunum er raðað saman eftir stærð án tillits til þess hvar þær koma fyrir í lögbókinni. í tengslum við Saktal er annar enn styttri útdráttur sem nefndur er Sektir Jónsbókar, en þar er öllum sektum lögbókarinnar þjappað saman í svo sem tíu línum. Taldar eru upp allar tegundir sekta og tilgreint hversu oft þær koma fyrir í Jónsbók hver um sig. Notagildi Saktals er augljóst, en Sektir virðast aðeins geta haft fræðilegan tilgang. Athugandi er að einungis eru taldar upp sektir til konungs en ekki bætur til einkaaðila. Sektir Jónsbókar eru varðveittar í sex skinnhandritum og einu pappírshandriti. Elsta handritið er AM 48 8vo, ritað um 1370-1400.

Niðurhal

Útgefið

2021-07-21

Tölublað

Kafli

Peer-Reviewed