The question of the I-umlaut in the preterite optative of class III weak verbs of Old Norse and modern Icelandic

  • † Magnús Fjalldal
Keywords: Umlaut, Grammar, Verbs, Linguists, Linguistics

Abstract

Á 19. öld töldu málfræðingar, sem fengust við fornar tungur, að þær geymdu málið hreinast og óspilltast. Ekki fóru norræn fræði varhluta af áhrifum þessarar kenningar um gullöld málsins, en langt er síðan menn misstu trúna á hana. Enn eimir þó eftir af þessum hugsunarhætti í ritum um norræna málfræði, og er í þessu greinarkorni fjallað um eitt dæmi af slíkum toga. í allmörgum erlendum bókum um íslenzkt fornmál er staðhæft að í veikum sögnum, sem fylgja é-beygingu, t.d. vaka, brosa og horfa, verði i-hljóðvarp í viðtengingarhætti þátíðar (eða þá, að einungis sögnin að vaka, sem hljóðverpist, er gefin sem dæmi um beygingu). Fullyrðing þessi, sem virðist eiga rætur að rekja til danska málfræðingsins Ludvigs Wimmers, er heldur hæpin, þar sem hann gefur einungis dæmi um níu sagnir, af liðlega 50, þar sem hljóðvarp á sér stað. Sé litið til sagna, sem ennþá tilheyra þessum flokki í íslenzku nútímamáli, sýna einungis sjö þeirra merki um hljóðvarp í vh. þt. Þrátt fyrir þessi fátæklegu rök, virðist það útbreidd skoðun, að hljóðvarp hafi átt sér stað eins afdráttarlaust og Wimmer vill vera láta. Ljóst er, að miklu ítarlegri heimildir þurfa að vera fyrir hendi, áður en hægt er að fullyrða nokkuð um hljóðvarp í beygingu flestra é-sagna í fornmáli eða þær breytingar, sem kunna að hafa orðið á þeim til nútímamájs. Þó benda dæmin úr íslenzku nútímamáli til þess, að hljóðvarp í viðtengingarhætti þátíðar sagna hafi aldrei orðið með reglubundnum hætti.

Published
2021-07-21
Section
Peer-Reviewed