Unearthing St. Edmund
A source for Edmund's martyrdom in Íslendingabók
DOI:
https://doi.org/10.33112/gripla.32.2Útdráttur
Samkvæmt Íslendingabók Ara fróða byggðist Ísland fyrst úr Noregi árið 870, er „Ívarr Ragnarssonr loðbrókar lét drepa Eadmund enn helga Englakonung“. Upplýsingar um píslardauða Eadmundar segist Ari hafa fengið frá dularfullri „sǫgu hans“, en lengi hefur verið umdeilt um hvaða texta sé að ræða. Þessi grein tekur til umfjöllunar hinar ýmsu kenningar sem hafa verið lagðar fram af fræðimönnum í tímans rás og kemst að þeirri niðurstöðu að líklegasti möguleikinn sé samsetning tveggja texta, Passio Sancti Eadmundi eftir Abbo af Fleury og De miraculis Sancti Eadmundi eftir Hermannus erkidjákna. Þessir tveir textar voru bundnir saman í a.m.k. einu handriti frá byrjun 12. aldar. Hér eru færð rök fyrir því að svipað handrit gæti hafa verið í umferð á Íslandi og haft áhrif á fleiri texta sem samdir voru á næstu tveimur öldum