Varðveisla mótmælendadæma í íslenskri þýðingu
DOI:
https://doi.org/10.33112/gripla.33.11Útdráttur
Í þessari grein er stafrétt útgáfa af Nokkrum eftirtakanligum smáhistoríum samantíndum til fróðleiks 1783, íslenskri þýðingu á köflum eftir Andreas Hondorff í Promptuarium exemplorum („Repository of exempla“). Verkið er varðveitt í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni, JS 405. 8vo (25r–256r), pappírshandriti skrifuðu á milli 1780 og 1791 af Ólafi bónda Jónssyni í Arney (um 1722– 1800). Promptuarium var afar vinsælt safn af undrum, sögusögnum, dæmisögum og þjóðsögum frá fornöld, síðfornöld, miðöldum og endurreisnartímanum raðað eftir boðorðunum tíu. Safnið naut mikilla vinsælda meðal lútherskra sem höfðu áhuga á visku sem sótt er í ritninguna, söguna og náttúruna, og dreifðist víða í Evrópu á bæði þýsku og latínu. Þessi rannsókn sýnir að Ólafur Jónsson hafi að öllum líkindum þýtt hluta af endurröðuðum latneskum texta Promptuariums sem Philip Lonicer (1532–1599) gaf út árið 1575 undir heitinu Theatrum historicum.