Að reyna að fanga það sem ekki er hægt að festa hendur á: ný rannsókn á Finnboga sögu ramma
DOI:
https://doi.org/10.33112/gripla.35.9Útdráttur
Finnboga saga ramma er Íslendingasaga frá fjórtándu öld sem segir frá flökku- kenndu lífi íslenska höfðingjasonarins Finnboga Ásbjarnarsonar. Sagan berst frá Íslandi til Noregs og Grikklands. Frásögnin er áhugaverð af ýmsum ástæðum. Meðal annars er erfitt að fella söguna inn í hið almennt viðurkennda flokkunar- kerfi fornsagna vegna þess að í henni eru atriði sem bera einkenni ólíkra sagna- hópa. Við þetta má bæta að elstu og merkilegustu handritin sem varðveita textann, Möðruvallabók (AM 132 fol. frá 14. öld) og Tómasarbók (AM 510 4to frá miðri 16. öld), setja hann í mjög ólíkt samhengi sem gerir rannsókn á sögunni í ljósi rann- sókna á bókmenntagreinum enn áhugaverðari. Í þessari grein verður Finnboga saga ramma greind með hliðsjón af kenningum um bókmenntagreinar. Hugað verður jafnt að byggingu textans sjálfs og að því handritasamhengi sem hann birtist í. Markmiðið er að varpa ljósi bæði á almenn einkenni textans og mikilvægi þess að rannsaka ‘ungar’ Íslendingasögur – og miðaldasögur almennt – í samhengi íslenskrar handritamenningar.