Innskráning og afbygging. Frásagnarkraftur í hliðartextum í Sögu Ólafs Þórhalla- sonar
DOI:
https://doi.org/10.33112/gripla.35.11Útdráttur
Saga Ólafs Þórhallasonar eftir Eirík Laxdal hefur ítrekað verið kölluð frumskáld- saga eða skáldsaga í íslenskri bókmenntahefð. Rökstuðningur fyrri rannsókna hefur aðallega byggst á histoire eða efni sögunnar. Þessi grein er annars konar nálgun og fjallar um efnislega textagerð sögu Laxdals. Hér er því haldið fram að sagan falli ekki aðeins þematískt inn í bæði fornsagnahefðina og samtíma- bókmenntahefðina heldur einnig hvað varðar efnislega eiginleika og frásagnarein- kenni, en sýni um leið sérstöðu gagnvart þessum þáttum. Með því að nota greiningu Gérard Genettes á mismunandi gerðum af transtextuality, eða trans- textagerð, fjallar greinin um meginhlutverk paratexta, eða hliðartexta, einkum fyrirsagna af ólíkum toga þar sem sagan bæði sver sig í ætt við og brýtur niður hinar hefðbundnu bókmenntagreinar. Með því að kalla einstaka kafla þætti og fjóra meginhluta sögunnar (kvöld)vökulestur kallar sagan fram miðalda- og síðari alda frásagnarhefð en um leið er grafið undan þessum hefðum með háþróaðri frá- sagnartækni sem leiðir til frásagnaróvissu og óáreiðanleika, svo sem með því að nota fjölda sjónarhorna, frásagnir með breytilegum (kvenkyns) sögumönnum sem felldar eru inn í söguna, fleiri gerðir frásagna og óskýr skil milli texta og hliðar- texta. Þessar aðferðir eru notaðar til að afbyggja ranga skynjun lesenda, sem og persóna í frásögninni. Þessi afbygging er kjarninn í Ólafs sögu Þórhallasonar. Hægt er að lesa hana sem bókmenntalegt framlag í samræmi við kröfur helstu umboðs- manna upplýsingarinnar og í greininni er því haldið fram að jafnvel megi skilja hana sem bein bókmenntaleg viðbrögð við lestrarbókinni Qvøld-vøkurnar eftir Hannes Finnsson biskup sem prentuð var árið 1796/97.