Manuscript Production in Iceland

A State of Knowledge

Höfundar

  • Beeke Stegmann Árnastofnun Höfundur

DOI:

https://doi.org/10.33112/

Lykilorð:

English, Icelandic

Útdráttur

Þessi grein veitir yfirlit yfir stöðu þekkingar á handritagerð á Íslandi. Henni er skipt niður í efnisflokka þar sem dregnar eru saman niðurstöður rannsókna sem nýlega hafa birst í fræðiritum og rannsókna sem enn eru í vinnslu um 1. blaðefni, 2. kver og síðuhönnun, 3. skrift og skreytingar og 4. bókband og innsigli. Menn hafa lengi unnið út frá þeirri tilgátu að aðferðir íslenskrar handritagerðar hafi að miklu leyti verið sambærilegar við það sem gerðist annars staðar í Evrópu en að efnið hafi einkum verið fengið innanlands. Undanfarin ár hafa niðurstöður rannsókna á efnislegum þáttum smám saman komið í stað ágiskana. Athygli fræðimanna hefur í auknum mæli beinst að sérstöðu íslenskrar handritagerðar og þannig hefur skilningur aukist á því hvað er sambærilegt og hvað er ólíkt handritagerð annars staðar í Evrópu. Tækniframfarir og þverfaglegar aðferðir hafa reynst sérstaklega gagnlegar, einkum við greiningu á efnisvali og verkferlum. Hingað til hafa rannsóknir fræðimanna aðallega beinst að handritagerð á fjórtándu öld á meðan eldri og yngri tímabil bíða enn frekari greiningar.

Um höfund (biography)

  • Beeke Stegmann, Árnastofnun

    rannsóknardósent

Niðurhal

Útgefið

2025-12-04

Tölublað

Kafli

Articles