English
English
DOI:
https://doi.org/10.33112/Lykilorð:
English, IcelandicÚtdráttur
Tilgangur þessarar greinar er að varpa ljósi á tengsl Norna-Gests þáttar og Helga þáttar Þórissonar með því að rannsaka varðveislusögu þeirra í skinnhandritum áður en litið er á gerðir þeirra í yngri pappírshandritum. Rökstutt er að þessir þættir hafi upprunalega verið settir saman til að mynda tvíþætt bókmenntaverk (e. literary diptych) í ramma Óláfs sögu Tryggvasonar ennar mestu. Sýnt er fram á hvernig þeir tengjast á tvöfaldan hátt í gegnum bókmenntalegar ritunarhefðir miðalda: annars vegar með því að vera innbyrðis háðir hvor öðrum og hins vegar með því að vera vandlega greyptir í breiðara bókmenntalegt samhengi. Þó að nokkrir fræðimenn hafi þegar stuttlega bent á tengsl milli þáttanna tveggja hefur hingað til ekki verið nægilegur gaumur gefinn að handritageymd þeirra og samhenginu sem varpar ljósi á skyldleika textanna í báðum þáttum. Eftir að upprunaleg tengsl Norna-Gests þáttar og Helga þáttar Þórissonar hafa verið skýrð er að lokum gerð grein fyrir því hvernig þættirnir varðveittust hvor um sig í yngri pappírshandritum