„Hugsaðu til mín, bróðir minn, ef þú sérð merkileg handrit, eða gamlar bækur vel um gengnar“
Yfirlit yfir handritasöfnun Jóns Sigurðssonar 1840-1879
DOI:
https://doi.org/10.33112/Lykilorð:
Jón Sigurðsson, handritasöfnun, Hið íslenska bókmenntafélag, manuscript collecting, The Icelandic Literary SocietyÚtdráttur
Í þessari grein er veitt yfirlit yfir handritasöfnun Jóns Sigurðssonar forseta. Greint er frá orsökum þess að Jón réðst í söfnunina, söfnunarstefnu hans og stöðu sem safnara, söfnunaraðferðum og tengslaneti, þeim tækifærum og hindrunum er urðu á vegi hans, samsetningu og umfangi handritasafnsins, fyrri rannsóknum, afdrifum þess og skráningu.