„Hugblauð hormegðarbikkja“: Um Bósa sögu yngri
DOI:
https://doi.org/10.33112/gripla.31.2Útdráttur
Í nokkrum handritum Bósa sögu frá sautjándu öld og síðar er að finna texta sem er allsendis ólíkur Bósa sögu frá miðöldum. Jafnan er vísað til þessa yngri uppskrifta sem yngri gerðar Bósa sögu. Í greininni er varðveisla Bósa sögu könnuð, gerðirnar bornar saman og rök færð fyrir því að yngri gerðin sé ný saga sem er aðeins lauslega byggð á eldri sögunni. Persónur og ákveðinn þráður er sögunum sameiginlegur en yngri sagan víkur frá þeirri eldri í fjölmörgum atriðum og engin rittengsl eru sjáanleg milli textanna tveggja. Tengsl yngri sögunnar við rímur og aðrar sögur má finna en þau tengsl eru óljós. Þáttur munnlegar menningar leikur áreiðanlega lykilhlutverk í þróun þessara ólíku Bósa sagna.