Þjóðsögur Magnúsar Grímssonar
Hlutur Magnúsar Grímssonar í upphafi þjóðsagnasöfnunar á 19. öld
DOI:
https://doi.org/10.33112/gripla.31.4Útdráttur
Árið 1845 tóku þeir Jón Árnason (1819–1888) og Magnús Grímsson (1825–1860) sig saman um að safna þjóðsögum og kvæðum og gáfu út fyrsta prentaða íslenska þjóðsagnasafnið árið 1852. Þeir höfðu hugsað sér að halda áfram að safna og gefa út en ritið fékk ekki góðar viðtökur og ekkert varð úr framhaldinu þangað til þýski fræðimaðurinn Konrad Maurer kom til landsins árið 1858. Hann hvatti þá til dáða og lofaði að finna útgefanda í Þýskalandi. Magnús lést árið 1860 svo það kom í hlut Jóns að ljúka við verkið. Sumir hafa talið það nokkuð óréttlátt gagnvart Magnúsi að nafn hans skuli ekki vera prentað á titilsíðu þjóðsagnasafnsins sem kom út 1862–1864. Hér er sagt frá ævi Magnúsar og störfum en síðan skoðað nokkuð nákvæmlega hver raunverulegur hlutur Magnúsar var í söfnuninni og sjálfri útgáfunni á safninu sem ætíð er kennt við Jón Árnason. Niðurstaðan er sú að efni frá Magnúsi birtist um 150 sinnum í þjóðsagnasafninu en það inniheldur alls yfir 1200 atriði og hann tók hvorki mikinn þátt í þeirri þjóðsagnasöfnun sem Jón Árnason setti af stað með „Hugvekju“ sinni né undirbúningi að útgáfu safns- ins. Magnús varð þó fyrstur til að safna þjóðsögum skipulega hér á landi á 19. öld og þrátt fyrir að honum hafi ekki enst aldur, kraftar eða tími til að vinna að útgáfu fyrsta stóra þjóðsagnasafnsins sem út kom á íslensku verður því að líta á hann sem frumkvöðul í þessum efnum.