Ögnin of/um sem aldursgreinandi einkenni í Eddukvæðum

Höfundar

  • Leiv Olsen Höfundur

DOI:

https://doi.org/10.33112/gripla.31.6

Útdráttur

Í greininni er leitast við að gera grein fyrir hlutverki og merkingu agnarinnar of/ um í norrænu og enn fremur rannsakað hvaða gagn megi hafa af þessari ögn við aldurssetningu Eddukvæða, eins og Hans Kuhn lagði til 1929. Niðurstaðan er sú að ögn þessi sé ekki réttnefnt „fylliorð“, eins og margir fræðimenn hafa kallað hana, heldur sé hér um að ræða áherslulaust forskeyti sem ljær orðinu sem á eftir kemur nánari merkingu, eins og Ingerid Dal hélt fram 1929/30. Ögnin var sennilega notuð í talmáli á meðan norræna var töluð en sjaldnar eftir því sem leið á uns hún hvarf um 1300. Mesta breytingaskeiðið hefur verið frá lokum 10. aldar fram á miðja 11. öld. Tíðni of/um í dróttkvæðum frá 9. og 10. öld er tíföld á við það sem finnst í dróttkvæðum 12. og 13. aldar. Þetta er lykilatriði þegar hugað er að aldursgreiningu Eddukvæða.

Ögnin of/um nýtist fyrst og fremst þegar um verulegan efnivið er að ræða. Til að draga ályktanir um aldur er rétt að hafa um 300 vísuorð. Þegar um þúsundir vísuorða er að ræða stendur niðurstaðan mjög styrkum fótum. Aldursgreining á Eddukvæðum miðað við tíðni of/um-agnarinnar kemur vel heim við aldursgreiningu miðað við önnur málfræðileg einkenni. Þegar á allt er litið má segja að of/um-ögnin sé besta viðmiðið sem við höfum til að aldurssetja Eddukvæði.

Niðurhal

Útgefið

2020-12-17

Tölublað

Kafli

Ritrýnt efni