Sléttsöngur í lútherskum sið á Íslandi 1550–1800
DOI:
https://doi.org/10.33112/gripla.31.10Útdráttur
Sléttsöngur á uppruna sinn í rómversk-kaþólskum helgiathöfnum en lifði áfram í lútherskum sið ásamt nýrri sálmum frá Þýskalandi. Hér er fjallað um heimildir sléttsöngs á íslandi eftir 1550. í gröllurum var allnokkuð um slíkt efni og var að ýmsu leyti vikið frá forskrift hins danska Graduale (1573). Þetta átti bæði við um val efnis og tungumálið sem sungið var á, því að í íslenskum heimildum er meira um að sléttsöngur sé á móðurmáli en tíðkaðist í Danmörku og Þýskalandi. Þetta bendir til þess að meðal annars hafi áhugi á söngtextum og þýðingum þeirra, með ljóðstöfum og rími, knúið áfram hina íslensk-lúthersku sléttsöngshefð. Þá er allmikið um efni sem aðeins hefur varðveist í handritum, bæði söngvar sem kunna að hafa varðveist úr Niðaróshefð og aðrir sem voru þýddir á íslensku úr dönskum bókum og sungnir hér langt fram á 18. öld.