Glitvoðir genginna alda
Um framlag kvenna til söfnunar þjóðsagna á Austurlandi
Útdráttur
Í greininni er fjallað um aðferðir Jóns Árnasonar (1819–88) og eins af samstarfsmönnum hans, séra Sigurðar Gunnarssonar (1812–78), við söfnun íslenskra þjóðsagna (sbr. Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri, 1862–64). Sigurður bjó ásamt fjölskyldusinni á Desjarmýri og síðar á Hallormsstað á Austurlandi, þar sem hann safnaði fjölda sagna og ævintýra frá sóknarbörnum sínum. Til tengslanets Sigurðar heyratólf einstaklingar; átta karlar og fjórar konur. Í greininni er leitast við að varpa ljósiá framlag unglingsstúlkunnar Elísabetar, dóttur Sigurðar, vinnukvennanna Láru Sigfúsdóttur og Brandþrúðar Benónísdóttur sem og niðursetningsins Sæbjargar Guðmundsdóttur. Allar lögðu þær safninu til sagnir sínar og ævintýri, annaðhvortí rituðu formi eða sem munnlega frásögn. Ætla má að þátttaka þeirra í söfnuninnihafi verið leið þeirra til að svala þörf sinni fyrir menntun og þekkingarleit um miðbik 19. aldar.