Myndskreyting handrita á vestanverðu Íslandi á 13. öld og í upphafi 14. aldar

Höfundar

  • Stefan Drechsler Höfundur

Útdráttur

Í greininni er fjallað um mörg myndskreytt íslensk handrit og handritabrot frá þrettándu öld og upphafi þeirrar fjórtándu, sem hafa verið tengd elsta broti Heimskringlu, Lbs fragm 82 (Kringla). Markmiðið er að sýna fram á mikilvægi einstakra skrifara og myndskreyta á mismunandi stigum handritaframleiðslunnar og hugleiða hvernig mismunandi einingar handritanna geta tengst mismunandi aðstæðum hverju sinni. Í fyrsta hluta greinarinnar er litið á textafræðilegt og sögulegt samband milli brota og handrita í Kringluhópnum sjálfum, en síðan er fjallað um skrifarahóp sem áður var óstaðsettur, en hefur verið kenndur við Barðastrandarsýslu.Í öðrum hluta greinarinnar er sagt frá hvernig Barðastrandarsýsluhópurinn tengist aðeins yngri skrifarahópi, eða hópi skrifara á Helgafelli í byrjun fjórtándu aldar. Að lokum er rætt um hvernig tengslunum milli þessara hópa er háttað og hvernig þau hafa breyst á meira en hundrað ára tímabili handritagerðar á Íslandi.

Niðurhal

Útgefið

2021-01-04

Tölublað

Kafli

Ritrýnt efni