Tvö íslensk söngbókarbrot frá 16. öld í Stokkhólmi

Höfundar

  • Árni Heimir Ingólfsson Höfundur

Útdráttur

Brot úr tveimur íslenskum kirkjusöngsbókum frá því um miðja 16. öld hafa varðveist í Konunglega bókasafninu í Stokkhólmi en efni þeirra hefur ekki verið kannað til hlítar fyrr en nú. Hér er gerð grein fyrir innihaldi þeirra; annað er tvinn úr skinnhandriti (Holm perg 8vo nr. 10, I b) en hitt er tvö pappírsblöð sem virðast hafa verið notuð í bókband (S. 252a). Efni blaðanna er svipað, kaþólskurtíða- og messusöngur í íslenskri þýðingu, og deila þau tveimur söngvum og texta hins þriðja. Margir söngvanna tilheyra jólahátíðinni en þó eru einnig söngvar fyrir ýmsar aðrar hátíðir kirkjuársins. Svo virðist sem handritin hafi haft að geyma eins konar úrval kirkjusöngva fremur en tæmandi forskrift fyrir allt kirkjuárið. í greininni eru færð rök að því að hinar íslensku þýðingar söngtextanna hafiorðið til á árunum 1544–62. Einn söngtexti (Christus resurgens est) fylgir þýðingu Rómverjabréfs í Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar frá 1540, en hvorki er stuðst við forskriftir dönsku sálmabókarinnar frá 1569 né danska grallarans frá 1573. Handritsbrotin eru mikilvæg heimild um skeið í íslenskri tónlistarsögu sem fátt er vitað um, þar sem lítið hefur varðveist af handritum frá síðari hluta 16. aldar. Vera má að hin íhaldssama útfærsla kirkjusöngs og helgihalds sem hér mágreina hafi verið tilefni togstreitu milli biskupsdæmanna í Skálholti og á Hólumog að sú tvídrægni sem getið er í aðdraganda frumútgáfu grallarans árið 1594 hafi að einhverju leyti snúist um það að hve miklu leyti bæri að varðveita hinn gamlarómverska arf og með hvaða hætti. Þar stóð Guðbrandur Þorláksson uppi sem sigurvegari og sú útfærsla sem hann aðhylltist var með allt öðru móti en hér greinir.

Niðurhal

Útgefið

2021-01-05

Tölublað

Kafli

Ritrýnt efni