Leiðbeiningar um skil og frágang greina

Gripla er ritrýnt tímarit sem kemur út í desember á hverju ári. Það er alþjóðlegur vettvangur  fyrir rannsóknir á sviði íslenskra og norrænna fræða, einkum handrita- og textafræða, bókmennta og þjóðfræða. Greinar skulu að jafnaði skrifaðar á íslensku en einnig eru birtar greinar á öðrum norrænum málum, ensku, þýsku og frönsku.

Greinum skal skilað fyrir 1. apríl á hverju ári til hugsanlegrar birtingar í hefti sem gefið er út í desember á sama ári.

Birtar eru:

  1. ritrýndar greinar og ritgerðir (7.000 til 12.000 orð að lengd)
  2. útgáfur á stuttum textum (lengd textans og inngangs samanlagt skal falla innan sömu marka og ritrýndra greina)
  3. stuttar fræðilegar athugasemdir (að jafnaði ekki lengri en 4.000 orð)

Tekið er við greinum úr öllum algengum ritvinnsluforritum (t.d. Word). Það er til þæginda að textinn sé sem einfaldastur í allri uppsetningu. Greininni skal fylgja heimildaskrá þar sem greint er á milli frumheimilda og fræðirita, handritaskrá, efnisorð og útdráttur á íslensku og ensku.

Við frágang tilvísana skal fylgja dæmunum hér fyrir neðan. Fleiri dæmi er að finna í nýlega útgefnum heftum af Griplu sem eru aðgengileg á https://gripla.arnastofnun.is. Geta skal heimilda neðanmáls en ekki tilvísunum í meginmáli.

Ef greinarhöfundur óskar eftir að birta myndir verður hann sjálfur að verða sér út um leyfi til þess og útvega þær í nógu góðri upplausn til að hægt sé að prenta þær (a.m.k. 300 dpi). Ritstjórar áskilja sér rétt til að skera úr um hvort myndbirting sé nauðsynleg vegna efnis greinarinnar.

Þegar skilafrestur greina er runnin út velja ritstjórar þær greinar sem sendar eru til yfirlestrar. Hver grein er lesin af tveimur ritrýnum sem ekki fá að vita nafn höfundar. Höfundur verður þess vegna að tryggja að nafn hans komi ekki fyrir í greininni eða tilvísunum þannig að ljóst sé hver hann er. Til þess að grein fáist birt í Griplu þurfa báðir yfirlesararnir að hafa dæmt hana hæfa til birtingar.

 

Dæmi um tilvitnanir neðanmáls og í heimildaskrá

1. Bók eftir einn höfund

Neðanmáls:

Jón Jónsson, Bók (Reykjavík: Forlag, 2000), 231.

Sarah Jane Smith, Book (Edinburgh: Forlag, 2000), 231.

Heimildaskrá:

Jón Jónsson. Bók. Reykjavík: Forlag, 2000.

Smith, Sarah Jane. Book. Edinburgh: Forlag, 2000.

 

Ef næsta tilvísun er til sömu bókar: Sama rit, 234.

Ef önnur tilvísun til sömu bókar kemur fyrir seinna í greininni nægir að nefna höfund, styttan titil og blaðsíðutal:

Jón Jónsson, Bók, 235.

Smith, Book, 235.

 

2. Bók í ritröð

Neðanmáls:

Jón Jónsson, Bók, Ritröð + númer (Reykjavík: Forlag, 2000), 231.

Sarah Jane Smith, Book, Ritröð + númer  (Edinburgh: Forlag, 2000), 231.

Heimildaskrá:

Jón Jónsson. Bók. Ritröð + númer. Reykjavík: Forlag, 2000.

Smith, Sarah Jane. Book. Ritröð + númer. Edinburgh: Forlag, 2000.

 

3.  Ritstýrð bók

Neðanmáls:

Sarah Jane Smith og Douglas McDonald (ritstj.), Book (Edinburgh: Forlag, 2000), 231.

Heimildaskrá:

Smith, Sarah Jane og Douglas McDonald (ritstj.). Book. Edinburgh: Forlag, 2000.

 

4Grein í ritstýrðri bók

Neðanmáls:

Jóna Jónsdóttir, „Grein,“ Bók, ritstj. Sveinn Sveinsson og Jón Jónsson (Reykjavík: Forlag, 2000) 21-22.

Douglas McDonald, „Article,“ Book, ritstj. Sarah Jane Smith og Julie Christie (Edinburgh: Forlag, 2000) 21-22.

Heimildaskrá:

Jóna Jónsdóttir. „Grein.“ Bók, ritstj. Sveinn Sveinsson og Jón Jónsson. Reykjavík: Forlag, 2000, 19-37.

McDonald, Douglas. „Article.“ Book, ritstj. Sarah Jane Smith og Julie Christie. Edinburgh: Forlag, 2000, 19-37.

 

5. Grein í tímariti

Neðanmáls:

Kristján Hraunfjörð, „Grein,“ Tímaritið 87 (2001): 45.

Julie Christie, „Article,“ Tímaritið 87 (2001): 45.

Heimildaskrá:

Kristján Hraunfjörð. „Grein.“ Tímaritið 87 (2001): 24-48.

Christie, Julie. „Article.“ Tímaritið 87 (2001): 24-48.

 

6. Óútgefin námsritgerð

Neðanmáls:

Kristján Hraunfjörð, „Titill ritgerðar,“ (MA-ritgerð, Háskóli, 2001): 45.

Julie Christie, „Titill ritgerðar,“  (Doktorsritgerð, Háskóli, 2001): 45.

Heimildaskrá:

Kristján Hraunfjörð. „Titill ritgerðar.“ MA-ritgerð, Háskóli, 2001.

Christie, Julie. „Titill ritgerðar.“ Doktorsritgerð, Háskóli, 2001.

 

7. Textaútgáfa

Neðanmáls:

Grettis saga, útg. Guðni Jónsson, Íslenzk fornrit VII (Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 1936), 100.

Heimildaskrá:

Grettis saga. Útg. Guðni Jónsson. Íslenzk fornrit VII. Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 1936.