Brot úr íslenskri jólapredikun byggðri á tveimur predikunum eftir Vincent Ferrer

  • Stephen Pelle Dictionary of Old English
Hómilíur, predikanir, Vincent Ferrer, svartmunkar, jól, miðaldaævintýri, útgáfa

Útdráttur

Hér er birt útgáfa og rannsókn á íslenskri predikun sem varðveist hefur íhandritabrotunum AM 696 VIII og IX 4to sem bæði eru frá fyrri helmingi 16. aldar og mögulega skrifuð í eða nálægt Snóksdal. Íslenski textinn er byggður átveimur latneskum predikunum eftir svartmunkinn Vincent Ferrer (1350–1419) frá Valensíu. Af uppruna og orðaforða íslensku predikunarinnar má ráða að hún sé líklega sett saman seint á 15. öld eða snemma á þeirri 16. Predikunin er mikilvæg vegna þess að hún er eini þekkti íslenski predikunartextinn sem byggður er áverkum svartmunks, og einnig vegna þess að hún færir okkur mikilvæga heimild um notkun exempla, eða ævintýra, í íslenskum predikunum á miðöldum.

Útgáfudagur
2021-01-05
Tegund
Ritrýnt efni