Grótesk heilræði á Íslandi á sautjándu öld

Dularfullur uppruni Grobbians rímna

  • Philip Lavender

Útdráttur

Grobianus et Grobiana er áhrifamikið þýskt verk frá sextándu öld eftir Friedrich Dedekind sem setti fram ráðleggingar um hvernig ætti að haga sér illa, að eigin sögn sem öfugmæli til að hvetja fólk til að haga sér vel. Þessi grein fjallar um íslenskt verk frá sautjándu öld, Grobbians rímur, sem tekur innblástur frá persónu Grobianusar og konu hans Grobiönu (sem verður Gribba á íslensku) og er langt frá því að vera bókstafleg þýðing. Grobbians rímur eru lítið rannsakaðar og flutningssaga þeirra er flókin, þar sem einhverjir höfundar hafa lagt til viðbótarrímur á margra áratuga tímabili. Í þessari grein er áherslan á fyrstu fjórar rímurnar (þær sem ég kalla “core Grobbians rímur” eða “kjarna-Grobbians rímur), venjulega kenndar við einn höfund, annað hvort Jón Magnússon í Laufási eða Guðmund Erlendsson. Við nánari athugun á þremur elstu handritunum, öllum frá sautjándu öld, kemur í ljós að þar eru tvær gerðir, önnur með þremur rímum og hin með fjórum. Tilgáta er sett fram um að tveir höfundar gætu haft ort þessar tvær gerðir og unnið saman, þannig að Jón Magnússon og Guðmundur Erlendsson gætu báðir talist höfundar. Aðrar rímur þessara manna benda til þess að þeir hafi unnið saman. Þannig eru færð rök fyrir því að þriggja rímna gerðin sé líklega eldri gerð Grobbians rímna, sennilega ort af Jóni Magnússyni, en gerðin með fjórum rímum sé yngri og líkast til ort af Guðmundi Erlendssyni. Þessi rannsókn mun vonandi ryðja brautina fyrir framtíðarrannsóknum á bókmenntaog menningarlegu gildi þessa forvitnilega verks.

Útgáfudagur
2022-12-01
Tegund
Ritrýnt efni