Ringing Changes

On Old Norse-Icelandic mál in Kormáks saga

  • William Sayers

Útdráttur

Fornnorræna eða íslenska orðið mál (ýmist notað um mælingar, tungumál, skáldskap, málarekstur eða umfjöllunarefni) leikur víða lykilhlutverk í Kormáks sögu. Hinar ólíku merkingar orðsins varpa allar ljósi á ævi skáld-hetjunnar sem er lýst sem miklum og sterkum og áhlaupamanni í skapi. Hann nær því fram í skáldskap sínum sem hann missir af í lífi sínu og ástum: meðalhófinu (miðgildinu í hvers kyns mælingum). Hann lendir í mannjöfnuði við aðra karla í sögunni, þarf að þola hæðiyrði vegna sambands síns við Steingerði frá skapheimsku lítilmenni og formælingar hinnar fjölkunnugu Þórveigar. Formælingarnar verða að áhrínsorðum því Kormákur fær ekki Steingerðar en skapar draumsýn hennar með skáldskap sínum. Á víkingaferðum fjarri Íslandi finnur Kormákur það jafnvægi í lífi sínu sem stendur honum ekki til boða í íslensku samfélagi. Dómur hins kristna höfundar er að Kormákur hafi náð langt í list sinni en í lífinu hafi ójafnlyndið verið honum fjötur um fót, auk formælinganna og álits annarra – eins konar heiðin örlög. Á vissan hátt má lesa Kormáks sögu sem forsögu að því sem gerðist á Íslandi á þrettándu öld.

Útgáfudagur
2022-12-01
Tegund
Ritrýnt efni