Glötuðu íslensku helgisiðabækurnar

Til skilnings á Aspiciensbókum

  • Ryder Patzuk-Russell

Útdráttur

Íslenskir máldagar sem varðveist hafa frá miðöldum hafa að geyma bókaskrár íslenskra kirkna og eru til vitnis um að bókasöfn þeirra hafa aðallega geymt helgisiðabækur. Bókunum er lýst með margvíslegum heitum, ýmist á latínu eða forn-norrænu, og er eitt af þeim algengari aspiciensbók. Hér eru færð rök fyrir að heitið aspiciensbók vísi til antífónabóka, ákveðinnar tegundar tíðasöngbóka sem notaðar voru af kirkjukórum. Nafnið má rekja til þess að latneska orðið aspiciens er ætíð fyrsta orð í víxlsöngnum sem fylgir á eftir fyrsta lesi fyrsta sunnudags í aðventu. Antífónabækur virðast einnig vera einkenndar með öðrum heitum, meðal annars hinu óljósa heiti söngbók, en eru þó greinilega ólíkar brevíaríum, annarri mikilvægri tegund tíðasöngbóka. Niðurstaðan er þvert á það sem tíðkast hefur innan fræðanna í um öld, allt frá því að Guðbrandur Jónsson skilgreindi aspiciensbók sem brefver. Rannsóknin leiðréttir þessa villu og vísar til nýrra möguleika í rannsóknum á helgisiðabókasöfnum íslenskra kirkna á miðöldum.

Útgáfudagur
2022-12-01
Tegund
Ritrýnt efni