Lapidaries and Lyfsteinar

Health, Enhancement and Human-Lithic Relations in Medieval Iceland

  • Adèle Kreager

Útdráttur

Þessi grein fjallar um náttúrusteina á íslenskum miðöldum eins og þeim er lýst í fornnorrænum fræðitextum og sagnaritum. Hugmyndir fólks á Íslandi á miðöldum um samband manns og náttúru eru greindar út frá þeim lýsingum á hlutverki steinanna sem birtast í ritunum og hugmyndum um líkamlega og andlega heilsu. Greinin er í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn fjallar um þýddan norrænan miðaldatexta, svokallað „lapidary“, í handritinu AM 194 8vo (ff. 45v–48v). Textinn veitir innsýn inn í þau líffræðilegu, tilfinningalegu og hugrænu áhrif sem steinarnir voru taldir hafa á menn, í lækningaskyni, til að fyrirbyggja heilsuvandamál og til bæta frammistöðu. Í seinni hluti greinarinnar er fjallað um hlutverk og eðli steinanna eins og því er lýst í sagnaritum þrettándu og fjórtándu aldar, og hvernig lýsingar á eiginleikum þeirra breytast með tímanum. Í greininni er byggt á nýlegum rannsóknum á fötlun og læknisfræði í forníslenskum ritum. Meðal niðurstaða er að birtingarmyndir náttúrusteina í fornum textum endurspegli skilning fólks á mannslíkamanum og huganum sem „opnum“ fyrir efnisheiminum. Greinin er framlag til rannsókna á hugmyndum um sjálfið á Íslandi á miðöldum sem og á viðhorfum gagnvart hinum óefnislega heimi.

Útgáfudagur
2022-12-01
Tegund
Ritrýnt efni