"Ex marginibus"

Law-Book Marginalia Copied Out by Gissur Einarsson

  • Jon Wright

Útdráttur

Í handritinu British Library Add. MS. 11250 bls. 2–3 er óvenjulegur texti með hendi Gissurar biskups Einarssonar undir titlinum “Annotationes ex marginibus legisterij [T]horuardi legiferi quæ non transtuli in meum legisterium” (Spássíugreinar úr spássíum lögbókar Þorvarðs lögmanns Erlendssonar, sem ég afritaði ekki í lögbók mína). Þetta sérstæða safn geymir útdrætti úr ýmsum textum: íslenskum og erlendum lögum, réttarbótum, málsháttum, sögum, bröndurum, orðaleikjum o.fl. Textarnir eru á íslensku, latínu og þýsku. Safnið er gefið hér út í fyrsta sinn í heild sinni og fjallað er um innihald þess og tengsl við aðra texta og handrit. Einnig er leitað að frumriti safnsins en niðurstaðan er að það sé ekki lengur til, og grein er gerð fyrir því að þessi glataða lögbók hafi einnig verið ein af heimildum séra Gottskálks Jónssonar í Glaumbæ þegar hann samdi Sópuð sinn, British Library Add. MS. 11242.

Útgáfudagur
2022-12-01
Tegund
Ritrýnt efni