English
DOI:
https://doi.org/10.33112/Lykilorð:
English, IcelandicÚtdráttur
Greinin fjallar um hvernig fyrirbærin örlög og girnd eru notuð sem drifkraftur frá sagnar í Hrólfs sögu kraka (elstu handritin eru frá sautjándu öld). Í dæmunum sem hér eru tekin til athugunar beinist athyglin að lokaframvindu og orsakasamhengi frásagnarinnar. Í sögunni mótast lokaframvindan af forlagahyggju þegar skýringin á ósigri Hrólfs í orrustunni reynist vera sú að hann er ekki kristinn. Hugtakið auðna er margræðara. Í sögunni virðist það merkja guðdómlegt orsakavaldandi afl sem þó er öflugra en Óðinn. Orsakasamhengi frásagnarinnar er sérlega áberandi í kaflanum um föður Hrólfs, Helga. Misheppnuð tilraun hans til að kvænast Ólǫfu hefur keðjuverkandi áhrif; með því að nauðga Ólǫfu getur hann Yrsu og síðar, með Yrsu, getur hann Hrólf. Þegar upp kemst um sifjaspellin og í kjölfar aðskilnaðar Helga og Yrsu er rakin keðja orsaka og afleiðinga sem leiðir til átakanna milli Skuldar og Hrólfs í lokaorrustunni.