„Ein slík saga getur spillt fyrir öllu safninu“
Áhrif Guðbrands Vigfússonar á þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar
DOI:
https://doi.org/10.33112/Lykilorð:
Jón Árnason's folktales, Íslenskar þjóðsögur og ævintýri (1862-1864), folktales, folktale publication, þjóðsögur Jóns Árnasonar, þjóðsögur, þjóðsagnaútgáfaÚtdráttur
Greinin fjallar um áhrif Guðbrands Vigfússonar á þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar, Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862–1864). Sérstaklega er fjallað um ritstjórnarhlutverk Guðbrands þar sem hann breytti sögunum frá því sem Jón hafði ætlað, bætti við og sleppti sögum, auk þess að skrifa formála, tileinkun og titil. Með ítarlegri greiningu á bréfaskriftum og handritum sýnir rannsóknin fram á að Guðbrandur og samstarfsmaður hans, Konrad Maurer, höfðu mikil áhrif á lokaútgáfu safnsins. Rannsóknin varpar ljósi á hvernig Guðbrandur réð ekki aðeins miklu um efni þjóðsagnanna heldur einnig umgjörð og framsetningu safnsins.